
Dagur tvö í Háskóla unga fólksins gekk eins og í sögu og var fjörið og fróðleiksþorstinn áfram við völd.
Nemendur héldu áfram að kynna sér hinar ólíku og oft óvæntu hliðar vísindanna.
Í Öskju sóttu nemendur námskeið í Heimsmarkmiðunum, Kínverskum fræðum, Lyfjafræði og Stjórnmálafræði.
Í Árnagarði fræddust nemendur um Covid-19, Eldfjöll og eldgos, Tækjaforritun og Félagsráðgjöf.
Á morgun heldur fróðleikurinn áfram en þá er jafnframt síðasti dagurinn.