Síðasti dagurinn í Háskóla unga fólksins var mjög fjölbreyttur, áhugaverður og skemmtilegur.
Nemendur sóttu m.a. námskeið í Efnafræði, Tómstunda- og félagsmálafræði, Japönskum fræðum og Íþrótta og heilsufræði. Síðustu þrjá daga hafa nemendur sótt námskeið af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands og drukkið í sig fróðleik frá vísindamönnum Háskóla Íslands.
Í síðasta tímanum fengu nemendur svo afhent viðurkenningarskjöl og héldu svo til síns heima með ýmsar nýjar hugmyndir og þekkingu í farteskinu.
Við þökkum kærlega fyrir samveruna síðustu daga og getum varla beðið eftir næsta sumri og enn fleiri nemendum í Háskóla unga fólksins.